Gera ráð fyrir að semja í dag

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Samningaviðræður Félags framhaldsskólakennara og ríkissáttasemjara ganga vel og má búast við að samningar náist á fundi í dag.

„Þetta er algjörlega á lokametrunum,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.

Tekist hefur verið á um nýtt vinnumat sem var hluti af nýjum kjarasamningi sem félagsmenn felldu í lok febrúarmánaðar. Samningar framhaldsskólakennara hafa verið lausir frá því en könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands leiddi í ljós að 78% framhaldsskólakennara við ríkisskóla vildu semja á grundvelli nýs vinnumats svo fremi sem það skilaði 11,3% launahækkun á samningstímanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert