„Nei, það var á langasunnudag“

Páskarnir eru framundan og því er upplagt að rifja upp hvað á að hafa gerst á þessum dögum sem við höldum hátíðlega. mbl.is fékk tvær vaskar stúlkur til að miðla þekkingu sinni á páskahátíðinni og biblíusögum með okkur. 

Þær Jóhanna Alba Martel og Embla Indriðadóttir, sem eru í páskafríi þessa dagana eins og aðrir námsmenn, rifjuðu upp hvað gerðist á skírdag, föstudaginn langa eða var það sunnudaginn langa? og páskadag.

Það vafðist ekki fyrir þeim.

Á vísindavef HÍ má finna útlistun á hátíðisdögum kirkjuársins og upprifjun á því hvað gerðist þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert