Sektin lækkuð í 50.000 krónur

Aðsetur hæstaréttar.
Aðsetur hæstaréttar. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur dæmt lögmanninn Stefán Karl Kristjánsson til að greiða 50.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, fyrir að brjóta gegn starfsskyldum sínum sem verjanda með því að mæta ekki til þinghalda 30. október og 14. nóvember 2013.

Stefáni var jafnframt gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, 12.151 krónu.

Hæstiréttur Reykjaness dæmdi Stefán til að greiða 300.000 krónur í sekt í febrúar 2014 fyrir að mæta ekki við þinghöld, sem dómara þótti til þess fallið að misbjóða virðingu dómsins. Þá var Stefán verjandi manns sem hafði verið ákærður fyrir fíkniefnabrot.

Stefán viðurkenndi að hafa gert mistök þegar hann mætti ekki til aðalmeðferðar í málinu, en sagði að misritun í dagbók hefði verið um að kenna. Þá bað hann skjólstæðing sinn afsökunar á mistökunum.

Hann hafnaði því hins vegar að hafa brotið gegn skjólstæðingi sínum eða sýnt dómnum vanvirðingu. „Ég tel af­greiðslu dóm­ara til­hæfu­lausa og mun leita eft­ir því á öðrum vett­vangi að fá henni hnekkt,“ sagði hann.

Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði.

Stefán bað skjólstæðing sinn afsökunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert