Styðja kröfu um hækkun lágmarkslauna

Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi styður kröfu Starfsgreinasamband Íslands
Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi styður kröfu Starfsgreinasamband Íslands Sigurður Bogi Sævarsson

Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi styður kröfu Starfsgreinasamband Íslands um að lágmarkslaun skuli vera hækkuð í 300 þúsund krónur á mánuði. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi. 

Undirstaða þess að búa í réttlátu og jöfnu samfélagi er að grundvallar lífsgæði séu tryggð og að allir geti lifað mannsæmandi lífi fyrir dagvinnu sína. Mikilvægt er að bæta lífsgæði fólks á Íslandi og það er löngu tímabært að bæta kjör þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu.

Mannauður er lykilatriði í atvinnulífinu sem og á öðrum sviðum samfélagsins. Því er mikilvægt að traust sé til staðar á milli launþega og atvinnurekenda og því hvetur stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi fulltrúa atvinnurekenda til þess að koma til móts við kröfur Starfsgreinasambandsins.

Þannig tryggjum við fleirum mannsæmandi afkomu á sama tíma og við komum í veg fyrir frekari óvissu á vinnumarkaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert