Viðræðunum miðar en hægt

Blaðamenn bíða átekta í Lausanne í Sviss á meðan sendifulltrúar …
Blaðamenn bíða átekta í Lausanne í Sviss á meðan sendifulltrúar Írana og sex heimsvelda ræða um kjarnorkumál þeirra fyrrnefndu. AFP

Samningaumleitunum fulltrúa Írana og sex heimsvelda miðar áfram en hægt þó. Þetta hefur AFP-fréttaveitan eftir fulltrúa úr sendinefnd Írana en viðræðurnar fara fram í Lausanne í Sviss. Aðilar hafa sett sér frest til miðnættis í kvöld til að ná samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana.

„Okkur miðar áfram en hægt. Í ljósi þess hversu flókin þessi mál eru og þeirrar staðreyndar að þetta er síðasta yfirferðin yfir þau, þá gerist þetta hægt. Við verðum að vera þolinmóð,“ segir Behrouz Kamalvandi, samningamaður Írans.

Viðræðurnar miða að því ná grunnsamkomulagi um að setja kjarnorkuáætlun Írana takmörk og létta á refsiaðgerðum gegn landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert