Bjó til fjall á manngerðri eyju í Dubai

Fjallið er 21 x 15 metrar og er er haldið …
Fjallið er 21 x 15 metrar og er er haldið uppi af stillösum, í stillösunum sem halda fjallinu uppi er barinn staðsettur. Ljósmynd: Absolut

Myndlistarmaðurinn Arnar Ásgeirsson skapaði fjall í samvinnu við palestínska listamanninn Yazan Khalili á manngerðri eyju á listamessunni á Art Dubai. Fjallið, sem hefur vakið mikla athygli, var innsetning fyrir Absolut og nefndist The Island. 

Þetta byrjaði á því að palestínski listamaðurinn Yazan Khalili sem starfar í Amsterdam var beðinn um að koma með tillögu að bar innsetningu fyrir listamessuna Art Dubai. Yazan nálgaðist mig og bað mig um að gera þetta með sér," útskýrir Arnar sem er búsettur í Berlín.„Í sameiningu gerðum við tillögu að flötu fjalli, sem varð fyrir valinu. Yazan vann í stuttan tíma sem arkitekt í Dubai þegar hann var yngri og þekkir vel til, ég hafði hinsvegar aldrei komið til Dubai, en vissi af byggingarbrjálæðinu sem er í gangi þar. Á tímabili voru 25 % allra byggingakrana í heiminum í Dubai, sem er lýsandi fyrir ástandið." 

Vildu eyjuna á heimsminjaskrá Unesco

Absolut-barinn var einungis uppi í fjóra daga á meðan Art Dubai stóð yfir og var settur upp í einhverskonar miðaldalegu virki á manngerðri eyju. Að sögn Arnars kom í ljós að virkið reyndist vera almenningsklósett og eyjan aðeins 20 ára gömul. Við heyrðum að það væri verið að reyna koma þessu á heimsminjaskrá Unesco, sem er sprenghlægilegt. Þessar kringumstæður eru mjög lýsandi fyrir Dubai, það er enginn stoppari á neinu, þeir byggja og byggja út í óendanlegu eyðimörkina en taka ekkert tillit til umhverfisins. Það síðasta sem ég heyrði var að þeir ætli að byggja eftirlíkingu af Central Park, en auðvitað bara aðeins stærri."

Arnar útskýrir að hugmyndin á bak við fjallið hefði verið innblásin af þeirri hugmyndafræði sem blasti við þeim í Dubai, að spegla gerviheim þar sem manngerðar eyjur eiga að komast á heimsminjaskrá. Ef við sættum okkur við að þetta sé raunveruleg eyja og að almenningsklósett sé virki, þá getum við líka byggt fjall!“

Gerviborgin Dubai

 Fjallið er 21 x 15 metrar og er er haldið uppi af stillösum, í stillösunum sem halda fjallinu uppi er barinn staðsettur. Á framhlið fjallsins er útprentað fjall, sem er mjög blekkjandi, vegna þess að úr fjarska lítur það út fyrir að vera í þrívídd en þegar nær er komið, afhjúpar það sig og sýnir það sína réttu eiginleika sem er útprentaður flatur flötur. Á miðju fjallinu er inngangur þar sem er hægt að ganga í gegnum fjallið og sjá bakhlið þess. Bakhlið fjallsins er eins mikilvæg og framhliðin, á bakhliðin má sjá stillansa og hráa viðinn sem heldur útprentaða fjallinu uppi. 

  Hugmyndin var að gera enn einn frontinn, eitthvað sem lítur stórfenglega úr fjarlægð en sýnir sína réttu eiginleika því nær sem maður kemur. Eins og Dubai gerir. Það er sláandi að sjá misskiptinguna, ríkidæmið og offramboðið af ódýru vinnuafli í borginni.“

Íslenski listamaðurinn Arnar Ásgeirsson segir að það sé sláandi að …
Íslenski listamaðurinn Arnar Ásgeirsson segir að það sé sláandi að sjá misskiptinguna í Dubai.
Palestínski listamaðurinn Yazan Khalili fékk Young Artist of The Year …
Palestínski listamaðurinn Yazan Khalili fékk Young Artist of The Year verðlaunin árið 2012.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert