Hættir rekstri Júllabúðar

Júlíus Freyr Theódórsson er hættur rekstri, en hann hefur síðastliðin ár rekið verslunina Júllabúð í Hrísey. Versluninni var lokað 10. mars sl. og eins og stendur er engin verslun í eynni. Þetta kemur fram á heimasíðu Vikudags.

Vikudagur hefur eftir Júlíusi að reksturinn hafi verið erfiður og því hafi hann akveðið að loka. Júlíus starfrækir einnig veitingahúsið Brekku í Hrísey, en þeim rekstri hyggst hann hætta í vor. Að sögn Vikudags er óvíst hver tekur við rekstri Júllabúðar og Brekku.

„Ingimar Ragnarsson, formaður hverfisnefndarinnar í Hrísey, segir slæmt að engin verslun sé í eyjunni og það sé óvíst hvenær hún verði opnuð á ný,“ segir Vikudagur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert