Jafna orkukostnað eftir landsvæðum

Um 90% landsmanna búa við þau lífsgæði að geta hitað …
Um 90% landsmanna búa við þau lífsgæði að geta hitað hús sín með jarðvarma sem er mun ódýrari kostur er rafhitun. mbl.is/Eggert

Kostnaður við flutning og dreifingu rafmagns vegna húshitunar hjá þeim sem ekki eiga kost á hitun með jarðvarma verður að fullu niðurgreiddur frá og með 1. janúar 2016 samkvæmt frumvarpi sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi fyrr í vikunni. 

Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að með frumvarpinu sé stigið mikilvægt skref til að jafna orkukostnað eftir landsvæðum og til að jafna búsetuskilyrði um allt land og er frumvarpið í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að vinna að jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar. Með því er litið svo á að húshitun sé hluti af grunnþjónustu sem allir íbúar landsins eigi að fá á sambærilegum kjörum.

Um 90% landsmanna búa við þau lífsgæði að geta hitað hús sín með jarðvarma sem er mun ódýrari kostur er rafhitun. Þessi aðgerð miðar því fyrst og fremst að því að tryggja að hinir 10% íbúa landsins, sem ekki eiga kost á húshitun með jarðvarma, sitji við sambærilegt borð hvað kostnað varðar.

Í dag er húshitunarkostnaður mun hærri hjá íbúum sem þurfa að notast við rafhitun til hitunar íbúðarhúsnæðis og hefur þessi munur farið vaxandi undanfarin ár.

Hefur kostnaðurinn verðir niðurgreiddur að hluta til á undanförnum árum en með þessu frumvarpi er skrefið stigið til fulls. Kostnaður ríkisins við beinar niðurgreiðslur hefur verið 1.280 milljónir á ári, eða um 80% af kostnaði íbúa við flutning og dreifingu raforku. Til að mæta þessum kostnaði að fullu er áætlað að hækka þurfi framlögin um 215 milljónir króna á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert