Nokkur hálka eða hálkublettir

Víða er hálka eða hálkublettir og ættu þeir sem leggja …
Víða er hálka eða hálkublettir og ættu þeir sem leggja land undir fót að hafa varann á. mbl.is/Golli

Nokkur hálka eða hálkublettir á eru á Suðurlandi, einkum útvegum. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.

Hálka er víða á Vestfjörðum. Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum.

Á Norðurlandi er hálka á Öxnadalsheiði en hálka og skafrenningur á Víkurskarði. Nú er búið að opna Siglufjarðarveg og þar er nú þæfingur og unnið að hreinsun. Hálka og skafrenningur er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og snjóþekja og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Hálka og skafrenningur er á  Fjarðarheiði, á Oddsskarði og á Fagradal. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Vatnsskarði eystra. Hálkublettir eru með suðausturströndinni og skafrenningur í Öræfasveit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert