Sækja uppgefna göngumenn

mbl.is/Eggert

Björgunarsveitin Blanda frá Blönduósi er nú á leið að Arnarbælistjörn á Kili að sækja fjóra erlenda göngumenn. Lögðu mennirnir upp hjá Blönduvirkjun í gær og hugðust ganga yfir Kjöl. Í morgun óskuðu þeir eftir aðstoð þar sem þeir voru orðnir uppgefnir og treystu sér ekki lengra.

Arnarbælistjörn er um það bil miðja vegu milli Blönduvirkjunar og Hveravalla. Áætla björgunarmenn að vera komnir að göngumönnunum um klukkan 10:30. Veður á svæðinu þar sem björgunarmenn eru staddir er þokkalegt, skafrenningur en ágætt skyggni, segir í frétt frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert