Sérsveitin vopnast 227 sinnum

Sérsveitin að störfum.
Sérsveitin að störfum. mbl.is/Rósa Braga

Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur sinnt samtals 227 vopnuðum útköllum frá og með árinu 2011 og fram í miðjan janúar á þessu ári. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata.

Flest voru útköllin árið 2013 eða 71 talsins, 61 útkall var á síðasta ári, 50 árið 2012 og 43 árið 2011. Tvö vopnuð útköll voru á þessu ári fram að 13. janúar sem samantektin nær til. Tilfelli þar sem almenn lögregla hefur vopnast eru hins vegar mun færri eða samtals 29 á tímabilinu frá og með árinu 2011 og fram í lok september á síðasta ári.

Sá almenni fyrirvari er gerður í svari ráðherrans að fleiri en eitt lögreglulið getur vopnast á sama tíma vegna sama máls, t.d. almenn lögregla og sérsveit.

Svar innanríkisráðherra í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert