Víða hálka og skafrenningur

Það er víða hálka og skafrenningur.
Það er víða hálka og skafrenningur. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Nokkur hálka eða hálkublettir eru á Suðurlandi, einkum útvegum. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir á vegum og sumstaðar skafrenningur. Hálka er víða á Vestfjörðum. Snjóþekja og éljagangur á Steingrímsfjarðarheiði en þæfingsfærð og skafrenningur á Þröskuldum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir einnig:

Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja, éljagangur og skafrenningur. Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á vegum. Hálka og skafrenningur er á  Fjarðarheiði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Vatnsskarði eystra. Hálkublettir eru með suðausturströndinni en hálka og skafrenningur við Kvísker í Öræfasveit.

Hafnarfjarðarvegur

Vegna vinnu við vegrið á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ verður þrenging úr tveimur akreinum í eina á um 200 m. kafla í akstursstefnu til norðurs frá kl. 09:00 og fram eftir degi.

Ásþungi

Vegna hættu á slitlagsskemmdum hefur viðauki 1 víða verið felldur úr gildi og ásþungi takmarkaður við 10 tonn.

Vinna við brú við Þrastalund

Vegna vinnu við brúargólf á brúnni yfir Sogið við Þrastalund er önnur akreinin lokuð en umferð er stýrt með ljósum. Reiknað er með að vinnan standi yfir til 20. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert