Vilja efla sjálfbær samfélög

Sólheimar í Grímsnesi.
Sólheimar í Grímsnesi. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Samstarfssamningur milli Matís og Sólheima í Grímsnesi hefur verið undirritaður. Samningurinn felur í sér vilja til að vinna að sameiginlegri stefnumótun um eflingu sjálfbærra samfélaga á Íslandi, auka starfshæfni og nýsköpun við vinnslu og sölu matvæla, efla matarhandverk á Íslandi, bjóða innlendum og erlendum samstarfsaðilum upp á að nýta aðstöðuna á Sólheimum í sínum verkefnum og að leita leiða til að fjármagna samstarfið.

Félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjálfbærni er sameiginlegur flötur og mun verða grunnurinn að samstarfi Sólheima, ses. og Matís.

Sjá meira hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert