Ferskur fiskur út

Flugferðum Icelandair Cargo fjölgar og flutningsgetan þrefaldast.
Flugferðum Icelandair Cargo fjölgar og flutningsgetan þrefaldast. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mikil fjölgun flugferða og þreföldun á flutningsgetu með nýjum Boeing 767-300 flugvélum Icelandair skapa ekki eingöngu tækifæri í ferðaþjónustunni heldur einnig fyrir sjávarútveginn.

Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, segir það verðmætt samkeppnisforskot að hægt er að koma ferskum, íslenskum fiski á borð neytenda úti í heimi á innan við 48 klukkustundum frá því fiskurinn er veiddur.

„Í ferska fiskinum erum við með vöru sem er algjörlega einstök þegar við höfum bæði stutta sókn á fiskimiðin og stuttan flutningstíma.“ Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir hann það einn helsta veikleikann í íslenskum sjávarútvegi að það vanti samstillt markaðsátak.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert