Nýjar þyrlur verði keyptar

TF-LÍF á flugi.
TF-LÍF á flugi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Landhelgisgæslan hefur skilað tillögum til innanríkisráðherra um endurnýjun þyrluflotans á næstu sex árum.

Þar er miðað við að þyrlurnar þrjár, sem Landhelgisgæslan er með í notkun í dag, verði leystar af hólmi og nýjar keyptar í staðinn.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að brýnt sé að huga að breytingum á þyrluflotanum á allra næstu árum. „Þyrlurnar eru orðnar gamlar og á þeim þarf að gera verulegar og kostnaðarsamar uppfærslur ef þær eiga að geta nýst okkur áfram. Leigan er há,“ segir Georg en mánaðarlega greiðir Landhelgisgæslan um 43 milljónir króna í þyrluleigu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert