Varðskipið Þór er nú á leið til aðstoðar flutningaskipinu Hauk sem er stjórnvana um fimm sjómílur suður af Dyrhólaey.
Flutningaskipið Haukur missti stjórnhæfni á miðvikudag út af Hornafirði og var Lóðsinn frá Vestmannaeyjum sendur austur til að draga Hauk til Hafnarfjarðar. Vegna slæms veðurs og sjólags hefur ferðin gengið illa og var í nótt óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að draga Hauk til hafnar. Þór verður komin að Hauk um miðjan dag.