Oftast viðstaddur atkvæðagreiðslur

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, er sá þingmaður sem oftast er viðstaddur atkvæðagreiðslur á þingi samkvæmt vef Alþingis. Samkvæmt þingsköpum hafa þingmenn lagaskyldu um að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu en misjafnt er hve alvarlega þeir taka hana að sögn Þorsteins. 

Í frétt mbl.is um atkvæðagreiðslur kemur fram að Þorsteinn hefur verið fjarverandi í 1% af atkvæðagreiðslum á yfirstandandi þingi.  Sumir þingmenn hafa verið fjarverandi í meira en 60% af atkvæðagreiðslum, fyrir því geta þó verið ýmsar ástæður en Hanna Birna Kristjánsdóttir trónir hæst á þeim lista en hún hefur sem kunnugt er verið í leyfi stóran hluta af yfirstandandi þingi.

Þorsteinn segir að fyrir í febrúar hafi þingmenn stjórnarandstöðu hundsað atvæðagreiðslu um framhald þingfundar, hann tekur það sem dæmi um að skyldan sé ekki alltaf virt. mbl.is ræddi við Þorstein um mætinguna í þinginu.

Frétt mbl.is um hjásetu í atkvæðagreiðslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert