Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði

Frá Hellisheiði. Myndin er úr safni.
Frá Hellisheiði. Myndin er úr safni. mbl.is/Malín Brand

Hellisheiðin er afar torfarin þessa stundina og hafa nokkrir ökumenn fest sig. Vindhviðurnar eru allt að 20 m/s og skaflar hafa myndast á veginum. 

Að sögn ökumanns á heiðinni þá er skyggnið afar erfitt auk þess sem það vantar töluvert af stikum til að merkja leiðina. Ökumenn aka því afar hægt með þokuljósin á. Hálka gerir fólki líka erfitt fyrir.

Ekki er enn búið að loka heiðinni, en að sögn viðmælanda mbl.is verður að telja líklegt að það verði gert bráðlega.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni er varað við hálku víða um land auk skafrennings á Hellisheiðinni og í Þrengslunum.

Spáð er stormi í kvöld á Austurlandi og á morgun á Norðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert