Greiðfært víðast hvar á vegum

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Greiðfært er á vegum á Suðurlandi en hálkublettir á Hellisheiðinni samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er að mestu greiðfært en þó er hálka og éljagangur á Bröttubrekku, snjóþekja og éljagangur á Holtavörðuheiði og hálkublettir eru í Svínadal. Þoka og hálka er á Fróðárheiði.

Greiðfært er að mestu á Vestfjörðum en hálka er á Steingrímsfjarðarheiði, Mikladal, Kleifaheið og á Klettshálsi, snjóþekja er á Hálfdáni en hálkublettir eru á Þröskuldum. Á Norðurlandi er að mestu greiðfært á láglendi en hálka er á Vatnsskarði og hálkublettir og skafrenningur á Öxnadalsheiði.

Á Austurlandi er að mestu greiðfært en hálkublettir eru á Oddsskarði og Vatnsskarði eystra. Greiðfært er með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert