Ástarkveðjan frá Megasi til sölu

Fyrir hálfu ári ákvað Reynir Þorvaldsson að segja upp vinnunni og opna plötubúðina Reykjavík Record Shop á Klapparstígnum. Hann hafði safnað vínyl frá unga aldri og allt safnið var sett upp í búðinni á Klapparstíg, líka áritaða Megasarplatan. Síðan hefur búðin dafnað en það er tímanna tákn að síðasta Skífubúðin lokaði fyrir stuttu.

Í dag er Plötubúðardagurinn eða Record Store Day sem hefur verið haldinn árlega frá árinu 2007 og er hugsaður sem stuðningur við litlar og sjálfstæðar plötubúðir þar sem fólk er hvatt til að fara út í búð og kaupa sér tónlist. Viðburðurinn hefur undið upp á sig og nú er gefið út mikið magn af sérstökum útgáfum á vínyl í tilefni af deginum. Óhætt er að segja að markmiðið hafi náðst því víða margfaldast plötusala í búðum á deginum.

Reynir segir mikla stemningu fyrir vínyl og hefur trú á því að sala á vínyl muni fara framúr sölu á geisladiskum í framtíðinni. Sala á vínyl jókst um 49% á milli ára í Bandaríkjunum í fyrra þar sem seldust 7.9 milljón plötur en árið áður voru þær 6 milljónir.

Plötufyrirtæki leggja sífellt meiri áherslu á að pressa vínyl og í dag er gefið út mikið af plötum að nýju sem hafa ekki verið til lengi eða hafa verið ófáanlegar og því má búast við að vínylunnendur flykkist verslanir í dag. Reynir fékk t.a.m. sérstakar útgáfur í tilefni dagsins með hljómsveitum eins og Air, Flaming Lips, Slowdiwe, Hawkwind ofl.

Hægt verður að kaupa þessar sérstöku útgáfur í dag auk þess að einhverjar búðir verða með tilboð og ýmsar uppákomur. Nú er hægt að kaupa vínyl víða t.d. í Smekkleysubúðinni á Laugavegi, Reykjavík Record Store, Lucky Records á Klapparstíg, 12 Tónum á Skólavörðustíg og víðar.

mbl.is ræddi við Reyni um reksturinn, Plötubúðardaginn og vínyl í tilefni dagsins. 

Hér má sjá frétt mbl.is um endurreisn vínylsins.

Hér má sjá umfjöllun mbl.is um Lucky Records plötubúðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert