Bjart fyrir norðan og austan

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan 5-10 metrum á sekúndu á landinu næsta sólarhringinn, en 8-15 á vestanverðu landinu.

Bjartviðri verður norðan- og austanlandi en annars skýjað og þurrt að kalla. Súld eða dálítil rigning verður vestanands í kvöld.

Þá er spáð sunnan 8-15 m/s á morgun og rigningu, en björtu norðaustan- og austanlands. Suðvestlægari átt vestantil seinnipartinn. Hiti 5 til 10 stig, en 8 til 16 stig fyrir norðan og austan yfir daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert