Greiðfært um helstu vegi landsins

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Greiðfært er að heita má um aðalleiðir um allt land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó eru hálkublettir á Kleifaheiði, Hálfdáni, Steingrímsfjarðarheiði og í Árneshreppi.

Vegir sem ekki eru í vetrarþjónustu eru sumir hverjir orðnir færir. Búið er að opna veginn yfir Öxi en þar eru hálkublettir. Vegir sem enn eru lokaðir eða ófærir eru t.d. Nesjavallaleið og eins bæði Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert