Kólnar þegar líður á vikuna

Nokkuð bjart er víða á landinu í dag og hitinn allt að 12 stig umá Austurlandi. Á fimmtudag fer að kólna á landinu, fyrst norðantil og síðar um allt land með snjókomu.

Snjókoman og kuldinn á miðvikudag verður mest á Norðurlandi. Fer þar hitinn niður í þrjár mínusgráður en með litlum vindi. Er þá bjart yfir höfuðborgarsvæðinu en þegar líður á daginn fer að draga fyrir sólina og á föstudag gæti fallið snjókoma eða slydda á Suður- og Suðvesturlandi. Hitastigið þar verður þá í kringum 0 gráður en annars staðar á landinu fer hann mest í 4 mínusstig.

Samkvæmt langtímaspá Yr.no mun kuldaskeiðið standa yfir alla vegana fram á þriðjudaginn í þarnæstu viku, með mismiklum vindi. 

Það er því útlit fyrir nokkurn kulda sumardaginn fyrsta, sem er á fimmtudaginn. 

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert