Snjókoma og frost um helgina

Veðurspáin klukkan 12 á miðvikudag.
Veðurspáin klukkan 12 á miðvikudag. Mynd/Veðurvefur mbl.is

Veðrið tekur miklum sviptingum í vikunni samkvæmt spám veðurfræðinga. Á miðvikudag verður heiðskýrt og sjö stiga hiti á Suðurlandi og léttskýjað víðast á norðurhluta landsins, þó með töluverðum vindi. Um helgina breytist svo allt, hitinn lækkar vel undir frostmark og snjókoma verður á norðurhluta landsins. 

Á höfuðborgarsvæðinu tekur að kólna seint á föstudaginn og skýin færast yfir þegar líður á föstudagsnóttina. Á laugardaginn er þar spáð frosti niður í 5 mínusstig. Aftur fer að draga frá sólu á laugardeginum en um kvöldið fer aftur að skýja og er þá spáð snjókomu. Annars staðar á Suðurlandi er spáð skýjuðu veðri og svipuðum kulda.

Á Norður- og Vesturlandi fer að kólna fyrr og strax á miðvikudag gæti farið að snjóa. Snjókoman heldur svo áfram þegar líður á vikuna og um helgina fer að kólna umtalsvert, jafnvel niður í 8 mínusstig.

Sjá veðurvef mbl.is

Veðurspáin seint á laugardagskvöld.
Veðurspáin seint á laugardagskvöld. Mynd/Veðurvefur mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert