„Það gerðist ekkert“

Ekkert kom út úr fundi BHM og samninganefndar ríkisins í …
Ekkert kom út úr fundi BHM og samninganefndar ríkisins í dag. Ómar Óskarsson

„Það gerðist ekkert á þessum fundi í dag,“ segir Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamanna, um fund með samninganefnd ríkisins í dag. „Hann var með öllu árangurslaus. Við áttum von á einhverri vinnu frá ríkinu en þeir komu til baka án þess að hafa neitt í höndunum.“

Svipuð svör hafa komið frá formanninum nokkrum sinnum á síðustu vikum og segir hann afar slæmt að sitja síendurtekið í sömu saminga-aðstæðunum. „Það er mikil pressa á okkur að vinna að lausn þessa máls. Þetta er komið á dálítið alvarlegt stig, það eru skollin á verkföll og þau koma ekkert upp úr þurru. Við erum búin að vera við samningaborðið frá því haustið 2013 og það hefur ekkert gengið,“ segir Páll. „Þegar deilan er komin á þetta stig þá gerir það þær kröfur að menn leggi sig allavega fram. Það er ekki þar með sagt að allir nái strax saman. Okkur finnst ekki að það sé verið að vinna í málunum og leita að flötum.“

Næsti fundur í deilunni er á miðvikudag klukkan 16 en næst á dagskrá segir Páll vera að kalla félagsmenn saman og fara yfir stöðuna í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 12 á morgun. 

Fjög­ur stétt­ar­fé­lög inn­an BHM hófu verkfall á miðnætti. Voru það Fé­lag há­skóla­menntaðra starfs­manna Stjórn­ar­ráðsins hjá Fjár­sýslu rík­is­ins, Fé­lag ís­lenskra nátt­úru­fræðinga á Mat­væla­stofn­un, Stétt­ar­fé­lag há­skóla­manna á mat­væla- og nær­ing­ar­sviði á Mat­væla­stofn­un og Dýra­lækna­fé­lag Íslands. Alls lögðu tæplega 100 fé­lags­menn niður störf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert