Samstaða um verkfallsboðun

Þrjú aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, Framsýn, Samstaða og Verkalýðsfélagi Vestfjarða hafa samþykkt …
Þrjú aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, Framsýn, Samstaða og Verkalýðsfélagi Vestfjarða hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls. mbl.is/Rax

Sex aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, Framsýn, Samstaða, Verkalýðsfélag Vestfjarða, Báran, Drífandi og Verkalýðsfélagi Grindavíkur hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls. Atkvæðagreiðslu lauk á miðnætti. 

96% félagsmanna Framsýnar samþykktu verkfallsboðunina með rafrænni atkvæðagreiðslu. 94,34% samþykktu verkfallsboðunina hjá Verkalýðsfélagi Vestfjarða, 90,22% hjá Samstöðu, 90,24% hjá Bárunni, 98% hjá Drífanda í Vestmannaeyjum og 99,33% hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur. 

Greinilegt að mikil samstaða ríkir meðal félaga starfsgreinasambandsins, þ.e. þeirra 16 aðildarfélaga sem hafa sameinast um kröfugerðina. 

Von er á heildarniðurstöðu frá Starfsgreinasambandinu kl. 11. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert