Íslendingur eftirlýstur af Interpool

Gunnar Þór Grétarsson.
Gunnar Þór Grétarsson. Skjáskot/Interpool.

34 ára gamall Íslendingur, Gunnar Þór Grétarsson, er eftirlýstur af Interpool vegna gruns um aðils að smygli á fjórum kílóum af amfetamíni til Íslands. Brot Gunnars eru sögð varða allt að tólf ára fangelsi.

Greint er frá þessu á vef RÚV og á vef Interpool.

Gunnar Þór hefur hlotið marga dóma í gegnum tíðina, meðal annars fyrir að veist að öðrum fanga á Litla Hrauni og slegið lögreglumann í Reykjavík. Þá hefur hann verið dæmdur fyrir þjófnað og fíkniefnalagabrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert