Íslensku ungmennin í Nepal óhult

Mikil eyðilegging hefur átt sér stað í Nepal vegna jarðskjálftans.
Mikil eyðilegging hefur átt sér stað í Nepal vegna jarðskjálftans. AFP

Fjögur íslensk ungmenni eru staðsett í Nepal, þar sem öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu eru þau þó að öllum líkindum á öðru svæði en því sem fór verst í skjálftanum, en farsímasamband liggur niðri svo ekki hefur tekist að hafa uppi á þeim.

Auk þeirra eru göngugarparnir Vilborg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir og Ingólf­ur Ragn­ar Ax­els­son staðsett á Everest-fjalli, þar sem fjöldi snjóflóða féllu í kjölfar skjálftanna, en þau eru heil á húfi samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldum þeirra.

Ekki er vitað um fleiri Íslendinga á svæðinu, en utanríkisráðuneytið er í stöðugu sambandi við sendiráðið í Indlandi, sem er jafnframt sendiráðið gagnvart Nepal.

Jarðskjálftinn var upp á 7,9 og olli miklum skemmdum og manntjóni í höfuðborginni Katmandú og í borginni Pokhara.

Uppfært 11:40:

Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru ungmennin heil á húfi, en faðir eins drengsins í hópnum birti fréttirnar opinberlega á Facebook-síðu sinni rétt í þessu.

Good news! One of the girls from my sons group just got online. They are safe and in one piece in Pokhara :)

Posted by Hjörtur Smárason on Saturday, April 25, 2015

Frétt mbl.is: Mannskæður jarðskjálfti í Nepal

Frétt mbl.is: Vil­borg og Ingólf­ur óhult

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert