Rauði krossinn leggur lið í Nepal

Talið er að 1.300 manns hafi látið lífið vegna skjálftans.
Talið er að 1.300 manns hafi látið lífið vegna skjálftans. AFP

Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal, þar sem starfsmenn og sjálfboðaliðar vinna baki brotnu við að aðstoða þolendur jarðskjálftans mikla.

Hægt er að styrkja Rauða krossinn með því að hringja í 904-1500 (framlag: 1.500 kr), 904-2500 (framlag 2.500 kr) eða 904-5500 (framlag 5.500 kr). Einnig er hægt að leggja fé inn á reikning Rauða krossins 0342-26-12, kt. 530269-2649.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert