Bauð kjötbollur úr eigin fitu

Evaristti málaði meðal ísjaka á Grænlandi rauðan.
Evaristti málaði meðal ísjaka á Grænlandi rauðan. AP

Gjörningur listamannsins Marco Evaristti sem gerði Strokk bleikan við sólarupprás í gær með því að hella í hann fimm lítrum af rauðum ávaxtalit hefur vakið nokkra athygli, bæði hér á landi og erlendis.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem listamaðurinn kýs að nota liti til listsköpunar. Hann hefur farið víða síðustu ár.

Frétt mbl.is: Evaristti frjáls ferða sinna

mbl.is tók saman lista yfir verk hans:

Árið 2013 litaði Evaristti frosinn foss í Hovden í Noregi rauðan með ávaxtasafa.

Árið 2010 tók hann kassa fullan af sandi, tæmdi hann og fyllti af hári sem klippt hafði verið af höfðum kristinna, gyðinga og múslima.

Sama ár bjó hann til eftirlíkingu af aðalinngangi Auschwitz-Birkenau útrýmingarbúðanna. 80% eftirlíkingarinnar voru úr gulli sem fjarlægt var úr tönnum gyðinga sem létu lífið í búðunum. Hliðið var sýnt á sýningu í Berlín en var fljótlega fjarlægt vegna viðbragða áhorfenda.

Árið 2007 bauð Evaristti til kvöldverðar. Aðalrétturinn var pasta með kjötbollum sem gerðar voru úr fitu úr líkama hans.

Hið sama ár var hann handtekinn á fjallinu Mont Blanc í Frakklandi. Óttaðist lögregla að Evaristti ætlaði að hella rauðri málningu í fjallshlíðina.

Árið 2004 málaði hann lítinn ísjaka í Kangiafirði á Grænlandi rauðan. Hann notaði tvo ísbrjóta og þrjú þúsund lítra af málningu við verkið og naut aðstoðar tuttugu manna. „Við þurfum öll að skreyta móður náttúru þar sem hún tilheyrir okkur öllum“ sagði Evaristti um verkið.

Sama ár hellti hann fimm lítrum af lífrænni rauðri málningu í gosbrunn á Mandela-torgi í Jóhannesarborg. Sagði hann markmiðið vera að fegra mjög ljóta styttu af fyrsta forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, sem stendur við hlið gosbrunnsins.

Árið 200 fjarlægði danska lögreglan einn af sýningargripum á myndlistarsýingu í bænum Kolding eftir að kvörtun barst frá dýraverndunarsamtökunum. Sýningargripurinn var verki Evaristti, gullfiskur sem synti um í matvinnsluvél. Kveikt var á vélinni og gátu gestir breytt innihaldinu í „gullfiskasúpu“ ef þeir höfðu áhuga.

Fréttir mbl.is um mál Marco Evaristti hér á landi: 

Evaristti frjáls ferða sinna

Stöðvaður útvegi hann ekki tryggingu

Evaristti ætlar ekki að greiða sektina

Ekki list heldur sóðaskapur

Hellti ávaxtalit í Strokk

Marco hellti fimm lítrum af rauðum ávaxtalit í Strokk.
Marco hellti fimm lítrum af rauðum ávaxtalit í Strokk. Ljós­mynd/ face­book.com/​pages/​Marco-Evarist­ti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert