Í annarlegu ástandi við Strandgötu

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn við Strandgötu í Hafnarfirði rétt eftirklukkan eitt í nótt. Hann verður vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagast.

Þá var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um að aka bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna og aka ítrekað sviptur ökuréttindum.

Bifreið stöðvuð í Ártúnsbrekku á tíunda tímanum í gærkvöldi.  Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og að aka sviptur ökuréttindum.  Áður hafði verið tilkynnt um aðfinnsluvert aksturslag bifreiðarinnar í Kópavogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert