Vilborg Arna komin í grunnbúðirnar

Vilborg Arna með tind Everest í baksýn.
Vilborg Arna með tind Everest í baksýn. Ljósmynd/Vilborg Arna

Vilborg Arna komst óhult niður í grunnbúðirnar á Everest í dag með björgunarþyrlu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar. Vilborg mun bíða átekta þar ásamt teymi sínu, en samband á svæðinu er afar slæmt og bíður fjölskylda hennar því frekari frétta. Ekki er ljóst hvort hún mun halda áfram upp fjallið eða ekki. 

Annar Íslendingur, Ingólf­ur Ragn­ar Ax­els­son, er einnig staddur á fjallinu í fimm manna hópi, en á Facebook-síðu hans segir bróðir hans frá því að hópurinn komist í grunnbúðirnar á morgun með þyrlu. Í samtali við mbl.is í gær sagðist móðir Ingólfs llítið vita annað en að hann væri heill á húfi.

Vilborg hafði stutt samband við fjölskylduna til að láta vita að hún hafi komist óhult niður í Base Camp fyrr í dag með...

Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on Sunday, April 26, 2015

Heyrðum í Ingó Ingolfur Axelsson) áðan og það er gert ráð fyrir að bjarga þeim niður í grunnbúðir á morgun með þyrlum....

Posted by Bragi Rúnar Axelsson on Sunday, April 26, 2015

Jarðskjálfti upp á 7,9 á 15 kíló­metra dýpi skók Nepal í gær og olli mikl­um skemmd­um í höfuðborg­inni Kat­mandú. Snjóflóð áttu sér stað í kjöl­farið við Ev­erest­fjall. Samkvæmt fréttum af svæðinu eru grunnbúðirnar mikið skemmdar.

Komið hafði fram á Face­booksíðu Vil­borg­ar að hóp­ur­inn í fyrstu búðunum væri vel á sig kom­inn og hygg­ðist enn klífa tind­inn. Þá kom jafnframt fram að þau myndu eyða næstu tveim­ur dög­um í búðunum áður en haldið verður áfram með aðlög­un­ar­ferðina og farið upp í næstu búðir. Ekki er þó ljóst hvort hún mun halda áfram ferðinni miðað við nýjustu fréttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert