Brugðist við neyðinni

AFP

Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja með neyðaraðstoð og brugðust skjótt við ákalli nepalskra stjórnvalda til alþjóðasamfélagsins. Funduðu bæði íslenska alþjóðabjörgunarsveitin og fulltrúar Neyðarvarnasviðs Rauða krossins um helgina og fóru yfir stöðu mála á hamfarasvæðinu. Enn er óvíst hvort íslenskir hjálparstarfsmenn á vegum Rauða krossins halda til Nepal en þeir eru í viðbragðsstöðu.

Hlér Guðjónsson gegnir stöðu samskiptafulltrúa hjá alþjóðasambandi Rauða krossins og starfar á alþjóðaskrifstofunni í Peking. Hann segir að í Kína séu íbúar óttaslegnir vegna hamfaranna og hafa hjálparsveitir verið sendar bæði þaðan og frá Japan til aðstoðar Nepölum. Sjaldan reynir meira á samskiptanet Rauða krossins en í aðstæðum sem þessum og er óhætt að segja að störf samskiptafulltrúans hafi verið ærin síðustu tvo daga.

Rauði kross Íslands hóf um helgina söfnun vegna jarðskjálftans í Nepal. Utanríkisráðherra ákvað að 10 milljónum króna skyldi varið til Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Einnig hóf UNICEF á Íslandi söfnun til styrktar börnum á hamfarasvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert