Þrír úr hópi Ingólfs fórust í snjóflóðinu

Björgunarþyrla lendir í grunnbúðum Everest.
Björgunarþyrla lendir í grunnbúðum Everest. ROBERTO SCHMIDT

Þrír í hópi Ingólfs Axelssonar fórust í snjóflóði sem féll í hlíðum Everest fjalls í kjölfar jarðskjálfta á laugardag. Ingólfur greinir frá þessu á Facebook og segir að hann sé nú kominn í grunnbúðir Everest.

Að minnsta kosti sautján létust í snjóflóðum sem urðu á og við Everest en talið er að að minnsta kosti 3.200 hafi farist í jarðskjálftanum. Jafnframt eru yfir 6.500 slasaðir.

Vilborg Arna Gissurardóttir, sem einnig var á fjallinu er snjóflóðin féllu, komst í grunnbúðir Everest í gær. Hún er óhult en hún komst í búðirnar með björgunarþyrlu.

Ingólfur Axelsson.
Ingólfur Axelsson. Af Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert