„Þetta er ekki boðlegt saksóknari“

Björn Þorvaldsson saksóknari í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Björn Þorvaldsson saksóknari í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Einar Pálmi Sigmundsson, einn hinna ákærðu í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, sakaði saksóknara í málinu um að lauma inn atriðum í yfirheyrslur sem hefðu ekkert með hans mál að gera og væru samskipti milli annarra aðila. Þar væri reynt að gera eðlilega háttsemi þeirra grunsamlega og tengja hann við málið.

Talsvert beinskeyttar orðasendingar hafa átt sér í dag milli Einars og saksóknara. Náði það hámarki eftir að saksóknari spurði hvort að deild eigin viðskipta, sem Einar veitti forstöðu, hafi verið að hækka verð innan eins dags eftir samskipti sem áttu sér stað milli tveggja annarra starfsmanna Kaupþings sem ekki tengdust eigin viðskiptum.

Við þetta varð Einar nokkuð ákveðinn í tali og sagði hann saksóknara vera að draga mál inn í umræðuna sem tengdust ekkert ákærunni, auk þess sem þau verð sem hann væri að þylja upp væru röng. Við þetta kom til orðaskipta milli saksóknara og ákærða og skammaði verjandi Einars saksóknara. „Þetta er ekki boðlegt saksóknari,“ kallaði hann nokkuð hátt yfir salinn.

Spurði saksóknari Einar þá út í viðskipti í Kaupþingi og las upp ákveðið gengi, en svaraði Einar því til að það væri hreinlega ekki rétt að gengið hefði verið á þeim nótunum þennan dag. Saksóknari og aðstoðarfólk hans fóru þá í mikla skoðun á gögnum málsins og virtist vera nokkur óvissa um hvort réttar upplýsingar hefðu verið settar fram. Fljótlega ákvað saksóknari að falla frá spurningunni og hélt áfram í næsta símtal.

Eftir þessa uppákomu hefur spennan milli saksóknara og ákærða verið talsvert meiri en fyrr í dag og í gær, en báðir aðilar hafa nokkrum sinnum síðar sakað hvorn annan um að fá ekki að klára svör eða spurningar sínar.

Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, ásamt verjanda …
Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, ásamt verjanda sínum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert