Stöðugleikinn ekki á okkar kostnað

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, á 1. maí hátíðarhöldum á …
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, á 1. maí hátíðarhöldum á Ísafirði í dag. Mynd/Sigurjón J Sigurðsson

Veðurfarið í vetur endurspeglar kjarabaráttuna sem á sér nú stað - kuldi og umhleypingar. Á meðan launþegahreyfingin lagði sitt af mörkum til að vinna að stöðugleika með kjarasamningum í lok árs 2013 hafa atvinnurekendur og stjórnvöld lítið haft fram að færa. Þetta sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR sem hélt ræðu við hátíðarhöld í tilefni af 1. maí á Ísafirði í dag.

Staðan sjaldan erfiðari og flóknari

„Ég vildi gjarnan fá að standa hér og fagna með ykkur góðum árangri og sterkri stöðu á þessum merka degi en því miður get ég það ekki,“ sagði Ólafía og bætti við að staðan á vinnumarkaði hafi sjaldan verið erfiðari og flóknari en einmitt nú.

Minntist hún til kjarasamningana í lok árs 2013 og sagði að launþegahreyfingin hafi viljað fara norrænu leiðina með auknum stöðugleika og sóst hafi verið eftir þjóðarsátt.

Á byrjunarreit

Sagði hún þá samninga hafa skilað ákveðnum ávinningi, sérstaklega með lægri verðbólgu og lægri vöxtum. Þeir kjarasamningar sem gerðir voru þar á eftir hafi aftur á móti gert þá vinnu að engu og nú standi hreyfingin á byrjunarreit.

„Atvinnurekendur og stjórnvöld hafa lítið fram að færa í þeim viðræðum sem átt hafa sér stað undanfarin misseri, því miður. Það er til lítils að lýsa því yfir að hér sé slegið met í kaupmáttaraukningu ef fæstir finna fyrir því á eigin skinni,“ sagði Ólafía.

Vilja leiðréttingu til samræmis við aðra hópa

Krafa launþegahreyfingarinnar er nú að fá leiðréttingu á launum til samræmis við aðra hópa. „Stöðugleikinn sem allir vilja verður ekki á kostnað okkar. Við segjum hingað og ekki lengra,“ sagði Ólafía á fundinum í dag.

Jafnrétti milli kynjanna var einnig umtalsefni Ólafíu, en hún minntist á að í ár væru 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt til Alþingis. Rifjaði hún upp stofnun kvennfélaga og kvennafrídaginn 1975, en sagði einnig óásættanlegt að enn þann dag í dag telji atvinnurekendur réttlætanlegt að greiða konum lægri laun er körlum fyrir sama starf.

1. maígangan á Ísafirði í dag.
1. maígangan á Ísafirði í dag. Mynd/Sigurjón J Sigurðsson
Frá 1. mai á Ísafirði í dag.
Frá 1. mai á Ísafirði í dag. Mynd/Sigurjón J Sigurðsson
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, á 1. maí hátíðarhöldum á …
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, á 1. maí hátíðarhöldum á Ísafirði í dag. Mynd/Sigurjón J Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert