Mikill eldur í bílskúr í Grundarfirði

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna elds í bílskúr í Grundarfirði. Slökkvilið frá Snæfellsbæ og Grundarfirði var kallað út, þar sem slökkviliðið í Stykkishólmi og Borgarnesi eru upptekin við að berjast við sinuelda á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ekki er talin mikil hætta á ferðum í Grundarfirði, en mikill eldur er í bílskúrnum og búist við að töluverðan tíma taki að slökkva í honum.

Þórður Þórðarson, varðstjóri hjá lögreglunni á Vesturlandi segir heyra til undantekninga að allt slökkvilið í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi og Borgarnesi sé að störfum á sama tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert