Fyrirtæki með alvöru tilgang

„Það er gaman að vinna hjá fyrirtæki sem hefur alvöru tilgang,“ segir Sigurður Úlfarsson, framkvæmdastjóri á Múlalundi. Fyrirtækið er ein stærsta og elsta öryrkjuvinnustofa landsins þar sem 40 manns búa til Egla bókhaldsmöppurnar. mbl.is fékk leiðsögn um Múlalund frá Listapúkanum, Þóri Gunnarssyni. 

Óhætt er að segja að fyrirtækið leyni á sér því vinnusalurinn er feykistór og þar fer fram fjölbreytt starfsemi. Þórir þræddi fyrirtækið og ræddi við starfsmenn þess af sinni víðkunnu snilld.

Starfsemin hófst árið 1959 en fyrirtækið er í eigu SÍBS. Í Múlalundi getur fólk með skerta starfsorku unnið létt störf við hagnýtan iðnað á sveigjanlegum vinnutíma en Múlalundur flutti upp að Reykjalundi fyrir fimm árum síðan.

Listapúkinn eða Þórir Gunnarsson hefur getið sér gott orð fyrir myndir sínar sem mbl.is fjallaði um fyrir skömmu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert