Gervitunglamyndir af sinueldum

Útmörk sinubruna merkt inn á LANDSAT 8 gervitunglamynd frá NASA …
Útmörk sinubruna merkt inn á LANDSAT 8 gervitunglamynd frá NASA & USGS. Myndvinnsla og greining: Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Jarðvísindastofnunar HÍ. Facebook-síða Jarðvísindastofnunar

Samkvæmt gervitunglamynd frá NASA brann 19,4 hektara svæði í miklum sinubruna við Stokkseyri í gær og fyrradag. Mynd af sinubrunanum á Snæfellsnesi, sem varð í gær, gefur vísbendingar um að hann verði frekar mældur í ferkílómetrum en hekturum, segir á Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar Háskólans.

 Útmörk sinubrunans við Stokkseyri eru merkt inn á LANDSAT 8 gervitunglamynd frá NASA & USGS og sá eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Jarðvísindastofnunar HÍ um myndvinnsluna og greiningu.

Sinubruninn á Snæfellsnesi er hins vegar sýndur á MODIS hitamynd frá NASA á Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar. Á síðunni segir að MODIS-myndirnar séu ekki eins nákvæmar og LANDSAT og því ekki tímabært að gefa út nákvæmar tölur um útbreiðslu brunans.

Facebook-síða Jarðvísindastofnunar HÍ.

MODIS hitamynd NASA frá því í gærkvöldi. Myndkortið sýnir hins …
MODIS hitamynd NASA frá því í gærkvöldi. Myndkortið sýnir hins vegar umfang hitafráviks sem skapaðist vegna brunans - fjólublár flekkur við SA vert Snæfellsnes. Þegar myndin var numin var slökkvistarfi ekki lokið. Facebook-síða Jarðvísindastofnunar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert