Bústaðurinn og gróðurinn sluppu

Bústaðurinn stendur við Þingvelli. Mynd úr safni.
Bústaðurinn stendur við Þingvelli. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Brunavarnir Árnessýslu hafa lokið störfum sínum við sumarhús á Þingvöllum en tilkynnt var um eld í skúr við bústaðinn um klukkan 21 í kvöld. „Skúrinn skemmdist töluvert en ekki sumarbústaðurinn sjálfur og ekki gróðurinn,“ segir Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við mbl.is. 

Kristján segir að grunur leiki á að kviknaði hafi í skúrnum vegna rafmagns en getur þó ekki staðfest það enda engin niðurstaða komin í rannsókn málsins. 

Eig­andi sumarbústaðsins hafði sam­band við Neyðarlín­una eftir að eldurinn kviknaði en hann óttaðist að eld­ur­inn færi í aðal­húsið. Slökkviliðsmenn frá Laug­ar­vatni og frá Sel­fossi fóru á vett­vang og þegar þeir komu á staðinn var eig­and­inn langt kom­inn með að slökkva eld­inn.

Fyrri frétt mbl.is:

Eldur í sumarhúsi við Þingvelli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert