Píratar lang stærsti flokkurinn

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar nýtur stuðnings 30,7% kjósenda.
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar nýtur stuðnings 30,7% kjósenda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Píratar njóta stuðnings 32% kjósenda en Sjálfstæðisflokkurinn 22% kjósenda. Aðrir flokkar njóta stuðnings 11% kjósenda eða færri, samkvæmt nýrri könnun MMR. Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 30,7% kjósenda sem er minnsti stuðningur sem hefur mælst við núverandi ríkisstjórn.

MMR kannaði fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina (stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks) á tímabilinu 16. til 21. apríl 2015. Píratar hafa bætt við sig fylgi frá því í síðustu könnun (sem lauk 8. apríl s.l.) og mælast með mest fylgi allra flokka á Íslandi.

Framsókn og VG með jafn mikið fylgi 

Fylgi Pírata mældist nú 32,0%, borið saman við 27,4% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,9%, borið saman við 22,9% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,8%, borið saman við 13,1% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,8%, borið saman við 9,8% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,7%, borið saman við 11,4% í síðustu könnun og fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 8,3%, borið saman við 10,3% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%. 

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata - en Píratar njóta stuðnings …
Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata - en Píratar njóta stuðnings 32% kjósenda. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert