Skafrenningur á Þröskuldum

mbl.is/ÞÖK

Vegir eru greiðfærir á Suður- og Vesturlandi. Vegir eru auðir á Suðausturlandi.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Gemlufallsheiði, Kleifaheiði og á Hálfdáni. Snjóþekja og skafrenningur er á Þröskuldum og á Steingrímsfjarðarheiði. Þungfært er norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi er hálka á Öxnadalsheiði og hálka, hálkublettir og éljagangur á Norðausturlandi.

Hálka, snjóþekja og éljagangur er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Hálka og snjóþekja er víða á Austurlandi. Hálkublettir og skafrenningur er á Fjarðarheiði og hálka og skafrenningur á Oddsskarði. Öxi og Breiðdalsheiði eru ófærar.

Byrjað er að loka hálendisvegum vegna hættu á vegaskemmdum, t.d. er búið að loka veginum í Laka (F-206), Langavatnsvegi (553), eins er allur akstur bannaður um Dettifossveg frá Ásbyrgi að Dettifossi (862) og Hólsfjallaveg (864), segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert