Sölusamningar í uppnámi

Ef ekki er hægt að flytja út vörur kemur það …
Ef ekki er hægt að flytja út vörur kemur það fljótt fram í gjaldeyrisöflun. mbl.is/Golli

Sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki getað afgreitt pantanir til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins frá 20. apríl þegar verkföll félaga innan BHM hófust á Matvælastofnun.

Verst er að geta ekki staðið við viðskiptasamninga við rússnesk fyrirtæki um afgreiðslu á loðnuafurðum frá nýlokinni vertíð.

„Þetta er svipað hjá okkur og öðrum. Til skemmri tíma litið gerum við einhverjar ráðstafanir en til lengri tíma verður þetta vandamál,“ segir Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann, að reynt sé að upplýsa kaupendur um stöðuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert