Stal áfengi á hóteli

Löggumyndir
Löggumyndir mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann skömmu eftir miðnætti sem er grunaður um þjófnað á áfengi á hóteli í austurbænum. Hann gistir fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.

Á öðrum tímanum var annar maður settur í fangageymslu þar sem hann fannst ofurölvi í austurbænum og gat ekki gert grein fyrir sér.

Í nótt voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna aksturs bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist einnig sviptur ökuréttindum. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku.

Á þriðja tímanum var tilkynnt um innbrot í Víðidal en ekki er vitað frekar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert