Verkfallið myndi ná til mæðraverndar

Innan Ljósmæðrafélags Íslands er til umræðu að boða verkfall í …
Innan Ljósmæðrafélags Íslands er til umræðu að boða verkfall í heilsugæslunni sem myndi þá ná til mæðraverndar. mbl.is/Golli

Undanþágunefndir þeirra félaga innan BHM sem eru í verkfalli eru farnar að hittast sameiginlega eftir samningafundi til að bera saman bækurnar.

Ása Sigríður Þórisdóttir, verkefnastjóri hjá BHM, segir að gangurinn í samningum hafi óneitanlega áhrif á nefndirnar. Fólk verði hugsi þegar ríkið kemur ekki með neitt að samningaborðinu.

Rætt hefur verið innan BHM að herða á verkfallinu með því að útvíkka það og með því að herða á veitingu undanþága umfram það sem beinlínis er skylt samkvæmt lögum. Ekkert hefur þó verið ákveðið um það.

„Við erum að velta því fyrir okkur hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Hún segir hugsanlegt að herða á undanþágum og til umræðu sé að boða verkfall í heilsugæslunni sem myndi þá ná til mæðraverndar.

Veittar hafa verið undanþágur til fæðinga með keisaraskurði en þó hafa konur ekki alltaf fengið undanþágu á þeim tíma sem upphaflega var áformað.

„Við skoðum það hvort gera þurfi keisara á verkfallsdegi eða hvort fresta megi aðgerðinni. Það fer eftir heilsu konunnar. Allt endar þetta með barni á sama hátt og þessari deilu mun ljúka með samningi, það er nokkuð öruggt,“ segir Áslaug. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert