Ákæruvaldið þegar búið að sýkna mig

Magnús Guðmundsson, ásamt verjanda sínum í héraðsdómi.
Magnús Guðmundsson, ásamt verjanda sínum í héraðsdómi. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Guðmundson, fv. forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, segir að ákæruvaldið sé þegar búið að sýkna hann af ákærum. Þetta megi lesa úr ákærunni á hendur honum og átta öðrum í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Yfirheyrslur yfir Magnúsi hófust eftir hádegi í dag og hélt Magnús langt ávarp þar sem hann fór meðal annars yfir aðkomu sína að þeim málum sem ákært er fyrir og sagði hana mjög litla.

Vísaði Magnús í ákæruna þar sem fram komi að Hreiðar Már Sigurðsson, fv. forstjóri móðurfélagsins, Sigurður Einarsson, fv. stjórnarformaður bankans og Ingólfur Helgason, fv. forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafi tekið ákvörðun um að selja og lána fyrir kaupum á bréfum í Kaupþingi til þriðja aðila. Sagði Magnús ljóst af þessu að þarna telji saksóknari að þeir þrír hafi tekið ákvörðun um málið og því sé ákæruvaldið í raun búið að sýkna hann strax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert