„Elsta trikkið í bókinni“

Sigurður Einarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sigurður Einarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þórður

Útreikningar saksóknara í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru „apaleikfimi með tölur,“ þar sem aðeins er tekið mið af hluta viðskipta á markaði, en stóra myndin ekki skoðuð. Þetta kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, fv. stjórnarformanni Kaupþings, við yfirheyrslur yfir honum í dag.

Saksóknari hefur notað tölur úr svokölluðum pöruðum viðskiptum, sem eru viðskipti með hlutabréf í sjálfvirkri pörun Kauphallarinnar. Ákærðu í málinu hafa ítrekað bent á þar vanti tölur úr utanþingsviðskiptum og því sé mikil skekkja í allri framsetningu saksóknara.

Saksóknari bar einnig undir Sigurð graf sem sýndi samtals tap eigin viðskipta bankans á ákærutímabilinu. Þar kemur fram að tapið hafið verið 6,3 milljarðar. Sigurður sagði þetta „elsta trikkið í bókinni,“ þar sem sett væri upp eitthvað ákveðið tímabil og tap eða hagnaður skoðaður á því. Bætti hann við að ef annað tímabil hefði verið skoðað hefði hagnaður deildarinnar getað verið 3,3 milljarðar eða 10,3 milljarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert