Mun hafa töluverð áhrif á póstflutninga

Boðað verkfall Starfsgreinasambandsins mun hafa töluverð áhrif á póstflutninga á …
Boðað verkfall Starfsgreinasambandsins mun hafa töluverð áhrif á póstflutninga á landsbyggðinni. Sigurður Bogi Sævarsson

Boðað verkfall Starfsgreinasambandsins mun hafa töluverð áhrif á póstflutninga á landsbyggðinni en sumir bílstjóranna flutningabíla Póstins sem aka um landið eru félagsmenn SGS. 

Fyrirhugað verkfall hefur ekki áhrif á flutning innan höfuðborgarsvæðisins né afgreiðslustaði.

Fyrirhuguð stöðvun á vinnu aðildarfélaga SGS

6. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).
7. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).
19. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).
20. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).
26. maí 2015 Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.

Í tilkynningu frá Póstinum segir að ef komi til verkfalls gætu sumir bílarnir verið á eftir áætlun þegar þeir halda af stað að verkfalli loknu föstudaginn 8. maí. Þá fari þeir með sendingar sem safnast hafi upp og verði því lengur á leiðinni.  

Verkfallsaðgerðirnar hafa ekki áhrif á keyrslu á leiðunum Reykjavík – Stykkishólmur og Reykjavík – Ísafjörður. Bréfapóstur og lyf verða senda með flugi til Vestmannaeyja. Lyfjasendingar verða í forgangi í flug á þá staði þar sem það er í boði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert