Þurftu að breyta veiðimynstrinu

Yfir hundrað starfsmenn HB Granda lögðu niður störf sín í …
Yfir hundrað starfsmenn HB Granda lögðu niður störf sín í dag vegna verkfallsaðgerða SGS. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Vel yfir hundrað manns lögðu niður störf sín hjá sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda í dag vegna verkfallsaðgerða SGS sem standa yfir í dag og á morgun. „Þetta hefur auðvitað áhrif og við höfum þurft að gera ráðstafanir varðandi veiðar, vinnslu og afhendingar í samstarfi við okkar viðskiptavini á mörkuðunum vegna þessa," segir markaðsstjóri HB Granda, Brynjólfur Eyjólfsson í samtali við mbl.is.

„Við höfum þurft að reyna að stýra veiðinni og vinna  með okkar kúnnum og skoða hvernig við getum hagað vinnslunni,“ segir Brynjólfur. „Við höfum þurft að breyta veiðimynstrinu aðeins og veitt minna vegna aðgerðanna.“

Aðspurður hvort að það þurfi að henda einhverjum fisk neitar Brynjólfur því. „Við erum mjög ábyrg í öllu því sem við gerum hérna og gerðum því ráðstafanir fyrirfram.“

Brynjólfur segir að allir stjórnendur HB Granda óski þess að málið leysist sem fyrst. „Þetta eru ekki kjöraðstæður. Viðskiptavinir okkar eru ekki að fá eins mikið og þeir þurfa. Þeir hafa þurft að gera ráðstafanir sín megin líka. Einhversstaðar verður skortur.“

Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda
Brynjólfur Eyjólfsson, markaðsstjóri HB Granda
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert