Ekki orðið vart við afbókanir

Ekki hefur orðið vart við afbókanir ferðamanna vegna verkfalla enn sem komið er á Íslandi að sögn Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).

„Þetta hefur ekki verið í neinum mæli en það hafa verið margar fyrirspurnir. Erlendir ferðaþjónustuaðilar eru mikið að velta þessu fyrir sér og spyrjast fyrir um stöðu mála. Menn eru að fylgjast með og meta stöðuna,“ segir Helga.

Að sögn hennar eru það ferðaskrifstofur og hótel sem mest hafa þurft að svara fyrirspurnum um verkfallsaðgerðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert